Síðasta uppeldisnámskeið vetrarins hefst á morgun og er um að gera að nýta sér þetta tækifæri. Námskeiðið ber heitið Uppeldi sem virkar – Færni til framtíðar en það er kennt af Helgu Arnfríði sálfræðing en hún hefur áralanga reynslu af kennslu slíkra námskeiða. Námskeiðið miðar að því að auka færni uppalenda og stuðla að nánari tengslum milli barna og foreldra og er einkum ætlað foreldrum barna á aldrinum 6 mánaða til 9 ára. Á námskeiðinu er m.a. farið í lögmál hegðunar, foreldrafærni, mikilvægi þess að grípa börnin góð, jákvæða svörun, fastar venjur og reglur og hvernig við tölum við og hlustum á börnin okkar. Auglýsing á Pdf.

Helga Arnfríður er klínískur sálfræðingur frá Árósaháskóla og starfar á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Námskeiðið verður kennt á 4 miðvikudagskvöldum, 15., 22., 29. september og 6. nóvember á milli 17-19. Námskeiðsgjald er krónur 8.500 fyrir einstakling og 12.500 fyrir uppalendur sama barns. Miðað er við að hámarksfjöldi þátttakenda séu 14 manns. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á sigurvin@neskirkja.is eða hringja í síma 692-7217.