Á fimmta tug fólks kom til að snæða ljúfengan saltfisk sem eldaður var eftir grískri uppskrift.

Um leið var opnuð sýning á verkum eftir listamanninn, Eggert Pétursson, sem er sóknarbarn í Nessókn og kunnur af sínum fíngerðu blómamyndum.

Sr. Örn Bárður Jónsson sagði frá bókinni Outliers og ræddi um lífslánin sín.

Næsta föstudag, 26. febrúar kl. 12 veður reiddur fram „saltfiskur börsunga“. Látið vini og samferðafólk vita og missið ekki af þessu góða tækifæri til að snæða góðan mat og heyra ör-hugvekju um lífslánin.