Ávextir Landsmóts æskulýðsfélaga kirkjunnar tínast nú inn á netið og er hægt að nálgast þá annarsvegar á landsmótssíðu ÆSKÞ, en þar eru m.a. geymdar hvatningar unglinganna til stofnanna og einstaklinga í íslensku samfélagi, og hinsvegar á myndasíðu BaUN sem nú skartar á 9. hundrað ljósmynda. Fönix hópurinn frá Neskirkju frumsamdi dansatriði sem sýnt var á kvöldvökunni á laugardagskvöldið og er nú hægt að sjá hér að neðan. Njótum ávaxtanna saman!