Tvær messur verða á páskadag, kl. 8 árdegis og kl. 11. Eftir fyrri messuna verður morgunverður á Torginu. Með páskagleði í hjarta hefur söfnuðurinn færi á að taka þátt í páskahlátri! Orgeltónleikar Steingríms Þórhallssonar ríma síðan fögnuðinn. Seinni messan verður kl. 11 og þá hefst barnamessan einnig. Páskaeggjaleit. Kór Neskirkju syngur, kantorinn stjórnar, sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir prédikar. Annan páskadag verður fermingarmessa kl. 11.