Á föstudögum á föstunni er boðið upp á saltfisk í hádeginu á Torgi Neskirkju. Borðhald hefst um kl. 12. Kl. 12,30 verða fluttar stuttar borðræður, sem þjóna áherslu föstunnar á hreinskilni. Ytri aðstæður okkar Íslendinga hvetja til breytinga eða viðsnúnings. Föstudaginn 13. mars mun dr. Sigríður Guðmarsdóttir flytja ör erindi sem kallast Viðsnúningur.
Fastan er tími íhugunar. Um aldir hefur val á hráefni í föstumat ekki aðeins stjórnast af þörfum líkamans heldur líka hins innri manns, sálarinnar. Í þeim anda verður saltfiskur, hefðbundinn föstumatur við Miðjarðarhafið, framreiddur í safnaðarheimili Neskirkju á föstudögum á föstunni.

Fyrsti saltfiskdagur Neskirkju var 27. febrúar. Borðhald hefst um kl. 12. Kl. 12,30 verða fluttar stuttar borðræður, sem þjóna áherslu föstunnar á hreinskilni. Ytri aðstæður okkar Íslendinga hvetja til breytinga eða viðsnúnings. Þau er flytja borðræður eru:

27. febrúar. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir: Hvert er ferli sáttarinnar?

6. mars. Sr. Berharður Guðmundsson: Sáttin í ljósi reynslunnar.

13. mars. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir: Viðsnúningur

20. mars. Dr. Halldór Guðjónsson: Umbreyting

27. mars. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir: Fyrirgefningin

3. apríl. Dr. Sigurður Árni Þórðarson: Uppgjör – sátt.