Í messunni 8. mars voru miðar á sálmabókum. Þeir voru til að skrifa á vonir, bænir, áætlanir um það sem við getum gert til að bregðast við kreppunni. Fólk hengdi svo miðana á glerið við brúna milli kirkju og safnaðarheimilis. Elskusemin og umhyggjan skín í gegn. Þetta eru merkismiðar fyrir upprisu Íslands.
Í messunni 8. mars voru miðar á sálmabókum. Þeir voru til að skrifa á vonir, bænir, áætlanir um það sem við getum gert til að bregðast við kreppunni. Fólk hengdi svo miðana á glerið við brúna milli kirkju og safnaðarheimilis. Elskusemin og umhyggjan skín í gegn. Þetta eru merkismiðar fyrir upprisu Íslands:
Að koma til messu.
Þú skalt elska börn þín svo tröll verði ekki til.
Styrkja fjölskylduböndin, bæði í stór fjölskyldunni og þeim nánustu.
Elska, biðja, gefa.
Vinna, púla, pæla, þræla.
Að sýna elsku til allra manna og hjálpa öllum sem maður getur.
Auka tengsl, væntumþykju og ást.
Elskið náungann.
Sýnt umburðarlyndi og aðstoðað þá sem eru hjálparþurfi.
Ég vil elska fólkið mitt fordómalaust.
Verum jákvæð – Jákvæðni sigrar allt.
Ég vil að Drottinn veiti mér náð til þess að ég elski náunga inn eins og sjálfan mig.
Hafa áfram markmið, biðja meira, sjá það góða næst okkur, vera glaðleg.
Brosa meira! Hrósa meira!
Látið mig líf og heilsu varða hjá öðru fólki. Sýnt umburðarlyndi. Rækta jákvæðni með sjálfri mér. Rækta nægjusemi. Hrósa öðrum fyrir gott.
Hjálpa þeim sem minna mega sín.
Þjónusta við sannleika.
Vertu við aðra eins og þú vilt að aðrir séu við þig.
Taka frá tíma fyrir náungann.
Gef að Ísland megi rísa aftur, og forði okkur frá græðgisliði sem gert hefur okkur óskunda, með Guðs hjálp.
Súpa. Kærleik.
Sækja kirkju til að styrkja stoðir kærleikans og miðla honum til annarra.
Lærum að fyrirgefa.
Verum jákvæð.
Segja frá Jesú, þjóna honum í kirkjunni minni.
En nú varir trú, von og kærleikur og þeirra er kærleikurinn mestur.
Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður svo skulið þið og þeim gjöra.
Hlúa að börnunum og þeim sem eru andlega veikir. Veita öldruðum félagsskap.
Kenna börnum mun á réttu og röngu = bæta siðgærði þjóðar.
Vera eins og Jesú. Vera góður maður.
Kærleikurinn. Virðing fyrir öðrum.
Nýtt gildismat.
Rækta boðorðinn 10. 2Mos. 20. 1-17. Elska náungan eins og sjálfan þig.
Treysta Guði fyrir lífi sínu. Fyrirgefa. Elska, einnig þá sem hafa brugðist manni. Þakklæti.
Umgangast hvern mann eins og ég vildi að hann umgengist mig.
Að skrifa ævintýri/sögur semeru athyglisverð en benda líka til Guðs og gefa lesandanum afl fyrir lífið.
Náungakærleikur. Nú varir trú, von og kærleikur. Þeirra er kærleikurinn mestur.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi! Sýna skilning! Taka saman! Enginn er eins! Hlustaðu elskaðu!