Þetta var merkileg upplifun að sitja þarna á sjúkrastofunni og halda í hönd aldraðs föður síns. Þeir höfðu aldrei haldist í hendur áður, hann mundi það alla vega ekki. Hann mundi hins vegar ótlejandi stundir þar sem þeir höfðu hækkað róminn hvor á annan, ekki talast við dögunum saman eða hreytt ónotalegum orðum hvor að öðrum.
Prédikun sr. Guðbjargar Jóhannesdóttur sunnudaginn 15. febrúar er hægt að nálgast hér!