Þann 5. ágúst nk. hefjast á ný sumarnámskeiðin okkar eftir sumarfrí. Námskeiðin eru viku í senn, frá mánudegi til föstudags, klukkan 13.00-17.00. Dagsetningarnar sem eru í boði í ágúst eru annars vegar 5-8 ágúst (fjögurra daga námskeið) og 11-15 ágúst .Myndir af námskeiðum júnímánaðar eru á myndasíðu barnstarfsins.

Þann 5. ágúst nk. hefjast á ný sumarnámskeiðin okkar eftir sumarfrí. Námskeiðin eru viku í senn, frá mánudegi til föstudags, klukkan 13.00-17.00. Dagsetningarnar sem eru í boði í ágúst eru annars vegar 5-8 ágúst (fjögurra daga námskeið) og 11-15 ágúst .Myndir af námskeiðum júnímánaðar eru á myndasíðu barnstarfsins.

Á námskeiðunum gefst börnum kostur á að kynnast kirkjunni og boðskap hennar í leik og starfi auk þess að eignast dýrmæt tengsl við nýja félaga. Til viðbótar þessu er farið í langar og stuttar ferðir. Farið er í eina strætóferð þar sem við skoðum eitt af söfnum bæjarins og borðum nesti úti í náttúrunni og í lok námskeiðs er farið í rútuferð út fyrir bæinn þar sem við skoðum eitthvað skemmtilegt og grillum pyslur. Á milli þess er farið í skotbolta, föndrað, gengið niður í fjöru og bakaðar vöfflur.

Umsjón með námskeiðunum hafa Sigurvin Jónsson og Sunna Dóra Möller. Hópur unglingaleiðtoga starfa að auki á námskeiðunum en þau hafa öll verið virk í unglignastarfi kirkjunnar í vetur.

Þátttökugjald er 4000 krónur vikan, 3500 fyrir fjögurra daga námskeið. Veittur er systkinaafsláttur og einnig er veittur afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið. Innifalið í þátttökugjaldi eru allar dagsferðir og efniskostnaður, auk nestis. Innritun fer fram í Neskirkju alla virka daga í síma 511 1560 eða á neskirkja@neskirkja.is