Miðvikudaginn 14. maí var haldið fræðslukvöld um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Foredrafélög leikskólanna Gullborg, Vesturborg, Ægisborg, Sæborg og Hagaborg stóðu fyrir kvöldinu sem var vel sótt enda mikilvægt málefni sem snertir okkur öll.
Miðvikudaginn 14. maí var haldið fræðslukvöld um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Foredrafélög leikskólanna Gullborg, Vesturborg, Ægisborg, Sæborg og Hagaborg stóðu fyrir kvöldinu sem var vel sótt enda mikilvægt málefni sem snertir okkur öll.
Sigríður Björnsdóttir hélt erindi um forvarnarverkefni Blátt áfram og hvernig hægt er að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum. Blátt áfram samtökin hafa unnið náið með leikskólanum Gullborg í vetur og hefur allt starfsfólk leikskólans sótt forvarnarnámskeið auk þess að unnin hefur verið viðbragðsáætlun fyrir leikskólann.
Steinunn Bergmann hjá Barnaverndarstofu fjallaði um tilkynningaskyldu, verklag barnaverndarnefnda, stuðningsúrræði og hlutverk Barnaverndarstofu.
Eftir erindin mynduðust góðar umræður um forvarnir og viðbrögð við kynferðisofbeldi. Hverfisráð Vesturbæjar styrkti fundinn og Sigurvin Jónsson umsjónarmaður barna- og unglingastarfs Neskirkju sá um fundarstjórn. Við þökkum fyrir veglegt kvöld um brýnt málefni.