Skírdagskvöld, messa kl. 20. Félagar í Háskólakórnum syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Minnst verður síðustu kvöldmáltíðar Krists. Sérbakað brauð og óáfengur vínberjasafi í altarisgöngunni.
Föstudaginn langa. Guðsþjónusta kl. 11. Þjáning Jesú og písl náttúrunnar. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Ari Trausti Guðmundsson og Matthías Johannessen lesa eigin ljóð. Ljósmyndir Ragnars Th. Sigurðssonar. Tónlist í umsjá Steingríms Þórhallssonar.
Páskadagur, tvær messur, kl. 8 og 11. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið í fyrrihluta beggja athafna. Sr. Örn Bárður prédikar í þeirri fyrri og sr. Sigurður Árni í þeirri síðar en þeir þjóna saman við báðar messurnar. Kaffi og ilmandi brauð á milli messa, páskahlátur og svo verður Steingrímur með tónleika.
Tillögur að páskadagsmorgni í Neskirkju:
1. Allur pakkinn! Koma kl. 8 og borða morgunverð á eftir, hlýða á tónleika og fara svo í aðra messu!
2. Messa kl. 8 og svo morgunverður og tónleikar.
2. Koma í morgunverð og svo á tónleika og loks í messu kl. 11.
Þú átt valið! Velkomin/n í samfélag gleði og fagnaðar í Neskirkju!