Í dag, 15. mars, verða fyrstu fermingar vorsins í Vesturbæ. Í Neskirkju fermast tveir hópar í dag og einn á morgun, Pálmasunnudag eftir hádegi en hin hefðbundna messa verður á sínum stað kl. 11. Þá verður fermt á annan í páskum og sunnudaginn eftir páska.
Í dag, 15. mars, verða fyrstu fermingar vorsins í Vesturbæ. Í Neskirkju fermast tveir hópar í dag og einn á morgun, Pálmasunnudag eftir hádegi en hin hefðbundna messa verður á sínum stað kl. 11. Þá verður fermt á annan í páskum og sunnudaginn eftir páska.
Nafnalisti fermingarbarna er á bak við þetta orð.
Jafnan ríkir mikil gleði í kringum fermingar. Börnin sýna sitt besta og leggja sig fram um að vera mennileg og heilbrigð í hugsun og hegðun. Við erum lánsöm þjóð að eiga svo margt ungt fólk sem raun ber vitni sem vill leitast við að fylgja Kristi og bæta heiminn undir merkjum kærleika, friðar, réttlætis og sannleika.
Til hamingju Ísland!