Lífið er saltfiskur. Föstudaginn 29. febrúar kl. 12-13 verður boðið upp á saltfiskmáltíð í hádeginu á Kaffitorgi Neskirkju í tilefni föstunnar. Gestur að þessu sinni verður Valur Valsson, fv. bankastjóri og yfirmaður Frímúrarareglunnar á Íslandi. Mun hann m.a. segja frá bernsku sinni í Vesturbænum, kynnum af sr. Jóni Thorarensen og Neskirkju.
Lífið er saltfiskur. Föstudaginn 29. febrúar kl. 12-13 verður boðið upp á saltfiskmáltíð í hádeginu á Kaffitorgi Neskirkju í tilefni föstunnar. Gestur að þessu sinni verður Valur Valsson, fv. bankastjóri og yfirmaður Frímúrarareglunnar á Íslandi. Mun hann m.a. segja frá bernsku sinni í Vesturbænum, kynnum af sr. Jóni Thorarensen og Neskirkju.
Máltíðin kostar kr. 1200 og af upphæðinni renna 300 kr. til Hjálparstarfs kirkjunnar. Föstum og gerum gott! Sem sagt: Milli 12 og 13 á föstudaginn!
Um aldir hafa Íslendingar framleitt saltfisk á Evrópumarkað, sem einkum var og er seldur til kaþólsku landanna, þar sem fastan hefur djúpar rætur. Tengsl föstu og saltfisks, viðskipta og trúar, eiga sér því langa sögu.
Ólafía Björnsdóttir, matráðskona í Neskirkju, mun töfra fram suður-evrópska saltfiskrétti á föstunni. Óskar Sævarsson forstöðumaður saltfisksetursins í Grindavík var hjá okkur á dögunum og lét þau orð fjalla að hann hefði aldrei bragðað betri saltfisk!
Sem sagt: Saltfiskur í hádeginu á föstudögum alla föstuna.
Verið velkomin í saltfisk í Neskirkju!