Hefur þú áhuga á andlegri heilbrigði þinni? Kyrrðardagar eru haldnir reglulega í Neskirkju við Hagatorg og henta sálarvinnu vel. Næsti kyrrðardagurinn verður laugardaginn 1. mars. Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, guðfræðingur og sérfræðingur í kristinni íhugun, sér um hugleiðingar. Dagskrá hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16.
Hefur þú áhuga á andlegri heilbrigði þinni? Kyrrðardagar eru haldnir reglulega í Neskirkju við Hagatorg og henta sálarvinnu vel. Næsti kyrrðardagurinn verður laugardaginn 1. mars. Sigríður Hrönn Sigurðardóttir, guðfræðingur og sérfræðingur í kristinni íhugun, sér um hugleiðingar. Dagskrá hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16. Stjórnandi er Úrsúla Árnadóttir, guðfræðingur, sr. Sigurður Árni Þórðarson sér um helgihald og stýrir gönguferð. Ásta Böðvarsdóttir, myndlistar- og jógakennari, stýrir slökun. Ólafía Björnsdóttir sér um hollustumat og kaffi!
Kyrrð og róleg hrynjandi tíðagerða og íhugana hefur góð áhrif á sálina. Hinn innri maður fær allt í einu næði til að vera, sækja í sálardjúp, gaumgæfa lífsspurningar og guðstrú. Kyrrðardagur í borg er knappari en margir dagar á kyrrðardagasetri. Dagskrá er þéttari og aðlöguð tímaramma og aðstæðum borgarkirkjunnar.
Fyrir hverja er kyrrðardagur Neskirkju? Fyrir alla, sem hafa áhuga á tilgangi eigin lífs, slökun og trú. Allir velkomnir, en vinsamlega skráið þátttöku fyrirfram á skrifstofu Neskirkju, s. 511-1560 og runar@neskirkja.is