Nú um helgina fór fram Febrúarmót ÆSKR í Vatnaskógi og komu þá saman tæplega 200 unglingar. Frá Neskirkju fór hópur unglinga og auk þeirra greiddi Neskirkja fyrir 5 eldri leiðtoga til að starfa á mótinu. Við erum sannarlega stollt af unga fólkinu okkar sem voru kirkjunni og hverfinu til sóma um helgina.
Nú um helgina fór fram Febrúarmót ÆSKR í Vatnaskógi og komu þá saman tæplega 200 unglingar. Þar var mikið um dýrðir en mótið var í alla staði vel heppnað og skemmtilegt. Frá Neskirkju fór hópur unglinga og auk þeirra greiddi Neskirkja fyrir 5 eldri leiðtoga til að starfa á mótinu. Við erum sannarlega stollt af unga fólkinu okkar sem voru kirkjunni og hverfinu til sóma um helgina.
Dagskrá mótsins var metnaðarfull, þar var mikið um dýrðir en mótið var í alla staði vel heppnað og skemmtilegt. Ein af leiðtogum kirkjunnar Andrea Ösp Andradóttir stýrði hópastarfi á mótinu, þrátt fyrir að vera einungis 16 ára gömul. Hinir leiðtogarnir, Ísak Toma, Gunnar Óli Markússon, Óli Björn Vilhjálmsson og Guðjón Andri Reynisson sinntu ýmsum ábyrgðarhlutverkum á mótinu, sáu um dagskrárliði, sinntu svæfingu og næturvörslu og voru fyrst og fremst fyrirmyndir fyrir unglingana sem sóttu mótið. Þessi ungmennahópur er sannarlega að vaxa upp sem efnilegir leiðtogar fyrir kirkjuna okkar.