Á síðasta sunnudegi kirkjuársins eru nokkrir dómsdagstextar Biblíunnar til íhugunar. Litli kórinn, kór eldri borgara syngur undir stjórn Ingu J. Backman. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Thoma. Er dómsdagsefnið skran úreltrar heimsmyndar eða efni fyrir nútíð og framtíð? Messan hefst kl. 11.
Nýung í þessari messu er að þjónustuhópur sér um ýmsa þætti messuhaldsins.
Börnin byrja sitt starf í kirkjunni en fara svo eftir um fimmtán mínútna kirkjuveru til sinna starfa í safnaðarheimili. Stjórnendur barnastarfsins eru Sigurvin Jónsson og Björg Jónsdóttir. Undirleikari Ari Agnarsson.