Nú á sunnudaginn lauk landsmóti æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) en um helgina hittumst rúmlega þrjúhundruð unglingar á aldrinum 13 ára til 18 ára ásamt leiðtogum á Hvammstanga. NeDó, æskulýðsfélag kirkjunnar, var þar með hóp af ungmennum sem sýndu kirkjunni mikinn sóma með hátterni sínu en svo vel gekk mótið að hvergi bar skugga á og gleðin skein úr hverju andliti. Neskirkjumyndavélin var mikið notuð og hægt er að nálgast myndasafn á myndasíðu barnastarfsins.
Nú á sunnudaginn lauk landsmóti æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) en um helgina hittumst rúmlega þrjúhundruð unglingar á aldrinum 13 ára til 18 ára ásamt leiðtogum á Hvammstanga. NeDó, æskulýðsfélag kirkjunnar, var þar með hóp af ungmennum sem sýndu kirkjunni mikinn sóma með hátterni sínu en svo vel gekk mótið að hvergi bar skugga á og gleðin skein úr hverju andliti. Neskirkjumyndavélin var mikið notuð og hægt er að nálgast myndasafn á myndasíðu barnastarfsins.
Fleiri voru með myndavélina á lofti en krakkarnir úr MeMe, sem fengu að fara með NeDó-ingunum hafa líka sett myndir á vefinn. Við lögðum af stað á föstudagseftirmiðdag og vorum kominn á Hvammstanga um kvöldmatarleitið. Fyrsta kvöldið var haldin samkoma og síðan var öllum boðið í sundlaugarpartý fram á nótt. Laugardagurinn var notaður í hópavinnu en þar var eitthvað í boði fyrir alla, fjallahópur, sönghópar, lestrarhópar, danshópar, stuttmyndagerð og hljómsveit. Á laugardagskvöldinu var síðan slegið upp dansleik með hljómsveitinni Hvar er Mjallvít? og þar voru öll hegðun svo prúð að það er sannarlega hægt að taka þessi ungmenni sér til fyrirmyndar. Klukkan 02 að nóttu fóru allir ballgestir í helgistund í kirkjunni þar sem Guð var lofaður í gleði fyrir háttinn. Á sunnudagsmorgninum var síðan öllum æskulýðsfélögum afhent nýja biblíuþýðingin af formanni Biblíufélagsins, Jóni Pálssyni, við messu í Hvammstangakirkju. Við í Neskirkju og Dómkirkju erum í skýjunum, bæði yfir mótinu og öllum unglingunum sem taka við kirkjunni á komandi árum. Til hamingju ÆSKÞ og ungmenni fyrir vel heppnað landsmót!