Barnastarf Neskirkju hefst sunnudaginn 2. september. Börnin hefja samveruna með fullorðna fólkinu í kirkjunni, taka þátt í söng og helgildi. Eftir lestur lexíu og pistils er kveikt á barnamessukertinu og unga fólkið fer til sinna starfa í safnaðarheimilinu.
Sigurvin Jónsson stýrir barnastarfinu. Í messunni syngja félagar úr kór Neskirkju undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og prédikar í messunni á sunnudag. Fermingarbörnin leysa verkefni í kapellunni eftir messu.
Messur eru fyrir lífið og allir velkomnir í Neskirkju, yngri sem eldri. Messa og þar með barnamessa hefst kl. 11. Eftir messu verður kaffi og spjall á Torginu.