Þriðjudaginn 3. júlí 2007 heimsóttu biskupar lúthersku þjóðkirknanna á Norðurlöndum Neskirkju ásamt mökum sínum.
Þriðjudaginn 3. júlí 2007 heimsóttu biskupar lúthersku þjóðkirknanna á Norðurlöndum Neskirkju ásamt mökum sínum.
– – –
Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur, ávarpaði hópinn, sagði frá Neskirkju, nýja safnaðarheimilinu og starfsemi safnaðarins. Hópurinn þáði veitingar í boði sóknarnefndar og skoðaði sig um í kirkjunni. Dr. Sigurður Árni Þórðarson, var með þeim á Þingvöllum 4. júlí og flutti þeim fyrirlestur. Á vefsíðu Þjóðkirkjunnar (kirkjan.is) segir m.a. um fundinn:
Slíkur fundur er haldinn á þriggja ára fresti og var síðast haldinn hér fyrir fimmtán árum. Að þessu sinni taka 39 biskupar þátt í fundinum, 36 biskupar [frá] Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi og þrír frá Íslandi.
Á dagskrá fundarins er að venju yfirlit yfir stöðu mála er snerta kirkju og trúarlíf í hverju landi fyrir sig. Þá er tíminn nýttur til að kynnast landi og kirkju þeirrar þjóðar sem er gestgjafi hverju sinni. Helgistundir verða í Dómkirkjunni á hverjum morgni kl. 9.00.
Fundinum lýkur á fimmtudagskvöldi með kvöldmessu í Hallgrímskirkju.