Á fræðsludegi fyrir leikskóla sem haldinn var í Neskirkju 14. apríl síðastliðinn deildi sr. Petrína Mjöll með okkur hugleiðingu eftir Robert Fulghum um mikilvægi þess sem maður lærir í leikskólanum. Þetta er fallegur boðskapur sem lyftir upp mikilvægu starfi leikskólanna og minnir okkur á að missa ekki sjónar á því einfalda í lífinu.
Á fræðsludegi fyrir leikskóla sem haldinn var í Neskirkju 14. apríl síðastliðinn deildi sr. Petrína Mjöll með okkur hugleiðingu eftir Robert Fulghum um mikilvægi þess sem maður lærir í leikskólanum. Þetta er fallegur boðskapur sem lyftir upp mikilvægu starfi leikskólanna og minnir okkur á að missa ekki sjónar á því einfalda í lífinu.
Allt sem ég þarf raunverulega að vita, lærði ég í leikskólanum
Allt sem ég þarf raunverulega að vita um hvernig á að lifa, hvað að gera og hvernig að vera, lærði ég í leikskólanum. Viskan var ekki efst í menntapýramídanum heldur í sandkassanum á leikskólanum.
Þetta er það sem ég lærði:
Deildu öllu.
Vertu sanngjarn.
Ekki berja fólk.
Settu hluti aftur þar sem þú fannst þá.
Taktu til eftir þig.
Ekki taka hluti sem þú átt ekki.
Biddu afsökunar þegar þú særir einhvern.
Þvoðu þér um hendurnar áður en þú borðar.
Sturtaðu niður.
Heitar kökur og köld mjólk eru góð fyrir þig.
Lifðu lífinu í jafnvægi-lærðu eitthvað og hugsaðu eitthvað og teiknaðu og málaðu og syngdu og dansaðu og leiktu þér og starfaðu eitthvað alla daga.
Leggðu þig á hverjum degi.
Þegar þú ferð út í heiminn, varaðu þig á umferðinni, haltu í höndina á einhverjum og haldið hópinn.
Vertu vakandi fyrir undrum lífsins. Mundu eftir litla fræinu í plastmálinu, rótin fer niður en plantan upp og enginn veit í raun og veru hvernig eða af hverju, en svona erum við öll.
Gullfiskar, hamstrar, hvítar mýs og líka jafnvel litla fræið í plastmálinu þau deyja öll. Það gerum við líka.
Og mundu eftir öllum bókunum og fyrsta orðinu sem þú lærðir -sem var mikilvægast allra – SJÁÐU
Allt sem þú þarft að vita er einhvers staðar í þessu. Gullna reglan og kærleikurinn og frumatriði hreinlætis. Vistfræði og stjórnmál og heilbrigt líferni.
Hugsaðu þér hversu miklu betri heimurinn væri ef við öll allur heimurinn fengi kökur og mjólk klukkan þrjú á hverjum degi og legði sig síðan í smátíma með teppin ofan á sér. Eða að við öll hefðum þá grundvallarreglu meðal þjóðar okkar og annarra þjóða að setja alltaf hluti aftur þar sem við fundum þá og að þrífa alltaf eftir okkur.
Og það er ennþá rétt, sama hversu gamall þú ert, – að þegar þú ferð út í hinn stóra heim er best að haldast í hendur og halda hópinn.
Höfundur: Robert Fulghum