Að ósk foreldris í sunnudagaskólanum setjum við hér þau lög sem við erum að syngja þessa síðustu daga barnastarfsins. Það er yndislegt að syngja sálma og barnasöngva með börnum sínum og mæli ég sérstaklega með Sálmabók barnanna sem inniheldur óteljandi perlur.
Að ósk foreldris í sunnudagaskólanum setjum við hér þau lög sem við erum að syngja þessa síðustu daga barnastarfsins. Það er yndislegt að syngja sálma og barnasöngva með börnum sínum og mæli ég sérstaklega með Sálmabók barnanna sem inniheldur óteljandi perlur.
Daginn í dag, daginn í dag
gerði Drottinn Guð, gerði Drottinn Guð,
gleðjast ég vil, gleðjast ég vil
og fagna þennan dag, fagna þennan dag.
Daginn í dag gerði Drottinn Guð,
gleðjast ég vil og fagna þennan dag.
Daginn í dag, daginn í dag
gerði Drottinn Guð, gerði Drottinn Guð,
(Davíðssálmur 118)< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />
Ó, Guð, ég veit hvað ég vil,
er ég vakna með rísandi sól:
Þakka sumar, sælu og yl,
nú er sólskin um byggðir og ból.
Þú, Guð ert svo góður við mig,
það er gaman að lifa og sjá
hvernig skúrir og ský fela sig
þegar skinið fær sólin þau á.
Þér sé lof, því loftið er tært
og ég leik mér um grundir og hól
svo ég geti af lífinu lært
þín ég leita og á hjá þér skjól.
Fyrir hreysti og hugarins þor,
fyrir hendur sem vinna í trú,
fyrir yndi og æskunnar vor,
fyrir allt vil ég þakka þér nú.
(Kristján Valur Ingólfsson)
Hallelú, hallelú, hallelú, hallelú-ja,
vegsamið Guð.
Hallelú, hallelú, hallelú, hallelú-ja,
vegsamið Guð.
Vegsamið Guð, hallelúja,
vegsamið Guð, hallelúja,
vegsamið Guð, hallelúja
vegsamið Guð
Guð er hér (klapp x3)
hann lifir, oÓ
Guð er hér (klapp x3)
hann elskar mig (já já já)
Guð er hér (klapp x3)
Hann lifir og hann elskar mig (já já já já)
Ég þekki Jesú og tala oft við hann
Því við erum ofsa góðir vinir (AHA)
Hvert sem ég fer
þá fylgist hann með mér
Jesús hann elskar mig
hann elskar mig (klapp x3)
hann elskar mig (stapp x3)
Jesús hann elskar mig
Ég er með hendur til að klappa með (klapp x3)
Ég er með fætur til að stappa með (stapp x3)
rödd til að syngja með ( tra, la, la)
Ég syng fyrir Guð.
Ég er stundur leið(ur)
og þá vil ég bara gráta.
Ég er stundum reið(ur)
eins og lítið mý.
Ég er stundum gröm/gramur
og mig langar til að rífast,
þá rís ég upp og svo fer ég að syngja.
Ég er með hendur til að klappa með…
En stundum er gaman,
þá vil ég bara hlæja
en stundum svo fúl(l)
og vil ekki neitt
Ég er stundum sælli
en nokkur fær skilið,
þá rís ég upp
og svo fer ég að syngja.
B I B L Í A
Er bókin bókanna
Á orði Drottins er allt mitt traust
B I B L Í A
Biblía!
Hann Davíð var lítill drengur,
á Drottins vegum hann gekk.
Hann fór til að fella risann
og fimm litla steina hann fékk.
Einn lítinn stein í slönguna lét
og slangan fór hring eftir hring.
Einn lítinn stein í slönguna lét
og slangan fór hring eftir hring.
Hring eftir hring og hring eftir hring
og hring eftir hring eftir hring.
Upp í loftið hentist hann
og hæfði þennan risamann.
(1. Samúelsbók 17.32-54)
Leiddu mína litlu hendi
ljúfi Jesú, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Njótið vel 😉