Sunnudaginn 22. apríl kemur Stoppleikhópurinn í heimsókn í sunnudagaskóla Neskirkju kl. 11 og sýnir leikritið Við Guð erum vinir, sem er byggt er á sögu Kari Vinje. Aðgangur að leiksýningunni er ókeypis og eru allir velkomnir.
Sunnudaginn 22. apríl kemur Stoppleikhópurinn í heimsókn í sunnudagaskóla Neskirkju og sýnir leikritið Við Guð erum vinir, sem er byggt er á sögu Kari Vinje. Sagan segir frá Júlíu sem er eins og flestir krakkar, stundum þæg og góð en stundum er hún óþekk. Júlía er oft að velta fyrir sér spurningum um lífið og tilveruna, Guð, Jesú og himininn. Mamma hennar þarf því oft að svara erfiðum spurningum en það gerir hún með dæmisögum. Þessar dæmisögur eru uppistaðan í leikritinu. Leikari er Eggert Kaaber. Aðgangur að leiksýningunni er ókeypis og eru allir velkomnir. Börnin byrja í kirkjunni, í messu safnaðarins kl. 11, en fara síðan í safnaðarheimilið. Í messunni leiða félagar úr Kór Neskirkju safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu og sunnudagaskóla er boðið upp á djús og kaffi á Torginu.