Kór eldri borgara kemur í heimsókn í dag. Við kirkjuna starfar Litli kórinn, fjörmikill kór þeirra, sem komin eru á eldri ár. Kórarnir tveir halda hátíð, syngja og njóta samveru.
Kór eldri borgara kemur í heimsókn í dag. Við kirkjuna starfar Litli kórinn, fjörmikill kór þeirra, sem komin eru á eldri ár. Kórarnir tveir halda hátíð, syngja og njóta samveru.
Eftir kaffisamveru á Torginu og dragspilsleik Reynis Jónassaonar verður dagskrá í kirkjunni. Inga J. Backman syngur einsöng. Kórarnir syngja og undirritaður flytur hugvekju. Samvera, söngur, íhugun og gleði er við hæfi í hliði himins.