Barnastarf Neskirkju hefst með sunnudagaskóla þann 7. janúar og kemst síðan á fullt skrið í næstu viku.

Barnastarf Neskirkju hefst með sunnudagaskóla þann 7. janúar og kemst síðan á fullt skrið í næstu viku.

Kirkjan heimsækir leikskóla í hverfinu í upphafi vikunnar og heldur söngstund með börnunum, þar sem mjög saddar leikbrúður tala um vináttu og trú.

Grandaskóli fær heimsókn frá kirkjunni á mánudag og þriðjudag og þar er beðið saman og hlustað á biblíusögu, auk þess að farið er í leiki og horft á teiknimynd.

6 ára starfið hefst á mánudag og Guðmunda Gunnarsdóttir hefur umsjón með því út veturinn en hún hefur verið í barnsburðarleyfi.

Tíu til Tólf ára starfið hefst einnig á mánudag og munu Sigurvin Jónsson og Guðmunda hafa umsjón með því.

Á þriðjudag er síðan unglingaklúbbur Neskirkju og Dómkirkju ,,Nedó“ með fund en þar er ávallt stuð. Guðmunda er fulltrúi Neskirkju í því starfi en sr. Þorvaldur Víðisson prestur í Dómkirkjunni starfar með henni auk Magneu Einarsdóttur mynlistarnema.

7 ára starfið hefst á miðvikudaginn en þar vinna saman Sunna Dóra Möller guðfræðinemi og Sigurvin Jónsson.

Krakkaklúbbur er síðan á fimmtudag, ætlaður börnum á aldrinum 8-9 ára, en um það starf sér Sigurvin fram á vor.

Neskirkja er sannarlega stollt af öllu því framúrskarandi unga fólki sem hingað sækir kirkjustarf og hlakkar til að starfa með þeim á nýju ári.