Ísland þverað
Krossgötur mánudaginn 11. nóvember kl. 13.00. Þau Sigríður Haralds- Elínardóttir og Rúnar Reynisson hafa nú lokið göngu frá Reykjanestá og austur á Langanes og þar með gengið lengstu leiðina yfir eyjuna okkar. Þau segja frá því sem þeim fannst markvert úr [...]
10. nóvember: Messa, sunnudagaskóli og Biblíulestur
Messa og sunnudagaskóli verða að venju sunnudag kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Textar og þema messunnar er Kristniboðsdagurinn. Eftir sameiginlegt upphaf í kirkjunni fara [...]
Biblíulestrar í Neskirkju á sunnudögum – textar sem tengjast aðventu og jólum skoðaðir
Biblíutextar sem tengjast aðventu og jólum verða lesnir og ræddir í fjóra sunnudaga, frá 10. nóvember til 1. desember. Biblíulesturinn hefst kl. 12.30 alla dagana og er í safnaðarheimilinu. Gert er ráð fyrir að hvert skipti taki um klukkustund og [...]
Krossgötur – Listaspjall
Krosgötur mánudaginn 4. nóvember kl. 13.00 Listaspjall. Hreinn Hákonarson. Hvaða hlutverki gegna steindir gluggar í kirkjum? Stefnumót myndlistar og trúar hafa leitt af sér margvíslegar víddir. Hreinn leggur stund á meistaranámi í listasögu og í erindi sínu fjallar hann um trúarlega myndlist. [...]